tirsdag 4. november 2008

Strákur

Við eignuðumst strák í morgun, kom í heiminn klukkan 7:04. 3580g, 51cm og við erum öll spræk.
Meira seinna.

Kv Olgeir

torsdag 30. oktober 2008

Snjór

Þá er fyrsti snjórinn kominn. Það er ótrúlegt hvað allt er mikið bjartara fyrir vikið, jafnvel upplífgandi. Þetta eru nú svo sem engin ósköp, rétt smá þrifalag yfir allt. En það spáir snjókomu út vikuna þannig að það gæti verið fljótt að breytast þótt aðalsnjórinn komi ekki fyrr en eftir áramót.

37 vikur.. and counting!

kv
RG

søndag 26. oktober 2008

Vetrartími

Þá er búið að skipta yfir á vetratíma. Græddum við því aftur þennan klukkutíma sem tekinn var af okkur í vor. Meira hringlið með þetta alltaf hreint. Þrátt fyrir að dagatalið segi að hér sé kominn vetur, þá vottar ekkert mikið fyrir honum úti við. Hitastigið er búið að vera um 8 gráður og ekkert svo mikil rigning einu sinni. Það er reyndar farið að rökkva strax upp úr 3 á daginn (í gær var það reyndar um 4..hahah.. svindlarar!) og þess vegna mætti alveg koma smá snjór að lýsa upp umhverfið.

Annars ekkert títt. Nú er ein og hálf vika í vörnina og prófið, og ég er alveg fáránlega pollróleg yfir þessu. Skil ekkert í mér, ætli það sé ekki bara ástandið.

Ha det godt,
kv
Ragga

fredag 17. oktober 2008

Ritgerðarskil

Ég er búin að skila ritgerðinni aaaaaaaaaaaaaaaAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Loksins :) það hlaut að koma að þessu á endanum. Og þá er það bara vörnin eftir 3 vikur. Vá hvað það verður skrýtið að setja endapunktinn við þessi 2 ár. Þau hafa verið sjúklega fljót að líða.

Kærar skilakveðjur til ykkar allra,
Ragga

tirsdag 7. oktober 2008

Merkileg þessi umfjöllun á NRK1. Ótrúlegt viðtalið við Má Másson.. eða ótrúlegt, það er auðvitað engin leið að verja þessa vitleysu.

http://www1.nrk.no/nett-tv/indeks/146301

mandag 6. oktober 2008

Úff

Það fer allur tími í að fylgjast með fréttum þessa dagana og því lítill tími til blogg skrifa. Ástandið ekki sem bjartast á Íslandi og ekki laust við að maður velti því aðeins fyrir sér hvort það sé sniðugt að koma heim um áramótin. Einfaldast og ódýrast fyrir okkur væri að Noregur mundi innlima Ísland, þá kæmumst við ,,fræðilega séð" heim án þess að hreyfa okkur spönn frá rassi. Annars held ég að maður láti ekki kreppu á sig fá og komi heim fullur bjartsýni um áramótin og fá sér vinnu, eða skapi sér vinnu ef ekki vill betur, við áþreifanlega hluti.

Kv. Olgeir

torsdag 25. september 2008

Í fyrrakvöld fórum við Olli í kvöldgöngu í skóginum eins og svo oft áður. Mætti okkur þá gríðarstór froskur, eða alveg 15 cm flykki. Ég hafði ekki hugmynd um að þeir lifðu svona norðarlega. Kannski var þetta ævintýraprins í álögum. Hver veit!?!

Í morgun var snjór niður í miðjar hlíðar allt í kringum okkur og frostskæni á pollum. Held meira að segja að það sé spáð snjókomu í næstu viku. Sennilega er haustið þá bara búið, stutt gaman það.

Kv,
Ragga